Árið 2017 opnaði ég vefsíðuna til að skrifa um hlutfall á milli sameignarjarða á Íslandi. Sumarið 2019 bætti ég við efni um orkumál Íslendinga. Í ársbyrjun 2024 setti ég hér inn efni til stuðnings forsetaframboði Arnars Þórs Jónssonar. Það efni hef ég fjarlægt af þessari forsíðu, vegna þess að ég hef ekki gefið mér nægan tíma til að skipuleggja vefsíðuna. Áfram er ég einlægur stuðningsmaður Arnars Þórs og ég vona að Íslendingar tileinki sér hans kristilegu lýðræðishugsjónir, öllum til heilla.

Orkupakki 3        (Skrifað 1.11.2019)
Þann 10 maí 2025 setti ég hér fyrir neðan efni um íslam og deilur milli múslima og gyðinga í Palestínu, síðar Ísraelsríki. Fljótaskrift var á eigin textum og á tilvísunum í vitnisburði/heimildir, sem ýmist eru öpp með ræðum eða pdf-skjöl. Í dag er 3. júlí 2025 og ég ætla að gera bæði – að koma með nýja vitnisburði og breyta röð þeirra vitnisburða, sem ég setti hér inn 10 maí sl.
Þessa endurröðun á vitnisburðum geri ég í samræmi við nú óbirta grein mína í Morgunblaðinu. Hér fyrr í vor gaf ég upp númer og umfjöllunarefni á nokkrum vondum versum í Kóran, en sleppti því í blaðagreininni. Síðar ætla ég að birta á ný, um hvað versin fjalla og þá geta áhugasamir sjálfir flett þeim upp í Kóran. Að þessu sögðu set ég upp töflu með vitnisburðum, sem eru í takti við grein mína í Morgunblaðinu.
Hér leiðréttist að “…uppþot araba í Palestínu 1946…” var uppþot Araba í Palestínu 1936. Árið 1946 voru vafalítið einnig mannvíg austur þar. Niður féll einnig “skipað”, sem vera átti í minni yfirlýsingu: • Þögn um bölbænir í Kóran til „hinna smáðu“ er ekki yfirsjón JOH, heldur hlutdræg þöggun – að fegra illskuritið Kóran. Þar er múslimum skipað að kúga eða drepa „hina smáðu“. Annað mál er að almennt hlýða múslimar ekki slíkum fyrirskipunum í Kóran.

Þegar hlustað er á hlaðvörp er hægt að ýta á hlekk með textanum “…meira”. Við það opnast á valið: “Sýna textauppskrift”. Við það skráir textavél enskt talmál í skrifaðan texta.

Fyrst eru vitnisburðir sem gefa sýn á hefðir og “hugsjónir” múslima:

Dauðadýrkun Araba, hlaðvarp 13 mín Breskur múslimi, hlaðvarp 5 mín. Súdönsk stúlka í Svíþjóð, hlaðvarp 10 mín. Texti hlaðvarps, 4 síður
Kani vísar í rússa í London, hlaðvarp 12 mín. Um kanann og rússann, Texti 1 síða með 5 hlekkjum óvirkur hlekkur óvirkur hlekkur

Besta sagnfræðin sem ég hef fundið á youtube er eftirfarandi USA hlaðvarp: https://www.youtube.com/@CasualHistorian Þar eru meðal annars 4 öpp með samtals 3. klst og 20 mín efni um “Israeli-Palestinian Conflict (Casual Historian)”. Til að sjá og heyra allt efni á öppunum þarf að færa tímalínu þeirra á núll. Sjá hér:

Palestína undir herstjórn Breta um 1920 Uppreisn Araba undir forystu Grand Mufti of Jerusalem The Arab Civil War in Palestine The Betrayal of Zionism

Á millistríðsárunum var “The Grand Mufti of Jerusalem” leiðtogi Araba í Palestínu. Nafn hans er Amin al-Husseini. Fjöldi myndbanda eru á netinu um hann og hér set ég eitt sem er 49 mín langt. Þeir sem vilja geta fært tímalínuna á núll. Hvers vegna var leiðtoginn í samstarfi við Þýskaland nasista?