Dýrleiki Ytri-Sólheima 19. maí 1697

Hér er efni sótt í Jarðabók 1697; handritið AM 463. fol.. Fyrst  texti um eignarmenn og eignarskjöl Ytri-Sólheima. Þá tafla um eignarparta torfunnar. Og loks mynd af síðunni um Sólheima. Við fáum að njóta snilldarhandar Ísleifs sýslumanns.

Bændaeign halldin LL H
Páll Ámundason á 30 H 47 al þar í til erfda fallid 5 H eftir hans födur Ámunda Þormódsson A°= 1675. Item hálft þridja hundrad keypt af séra Einari Magnússyni Anno 1684 13 Octobris, 5 H keypti hann af Sigurdi Hákonarsyni Anno 1684 23 Decembris. 9 ½ H 7 ½ al gefid í proventu af Vigfúsi Sigurdssyni Anno 1685 þann 11 Juni, 8 H 40 al keypt af Jóni Eyjolfssyni 1687.
Séra Högni Ámundason á 26 H, 5 H þar í að erfd eptir sinn födur Ámunda Þormódsson, Anno 1675, 2 ½ H keypt af séra Einari Magnússyni, Anno 1684 13 Octobris, 5 H af Sigurdi Hákonarsyni, 1684, 23 Decembris, 9 ½ H 7 ½ alin gefid í proventu af Vigfúsi Sigurdssyni, 1685, þann 11 Juni, Item 4 H keypt af erfingjum séra Sigurdar Jónssonar .

Gudmundur Magnússon á 15 H . Jón Fabíánsson á 12 1/2 H keypt af séra Katli Halldórssyni og hans brædrum 1694. Ísleifur Einarsson á 8 H 15 al, 6 H keypt af Sigurdi Hákonarsyni 1684 enn 2 H gaf honum Einar Þorsteinsson 1686 – Magnús Kortsson á 7 ½ H keypt af Magnúsi Þorsteinssyni, Anno 1660.

Þeir, sem nú lesa texta um “halldinn dýrleika jarða” misskilja kannski merkinguna. Í nútímamáli “halda menn” ef þeir eru ekki vissir. Hér er annað á ferðinni. Um aldir “hélldu menn jarðir”, sem merkir að búa á jörð. Tíund var greidd af jarðeign í samræmi við halldinn dýrleika með tveimur ellum.

Jarðabók Skaftafellssýslu dagsett 19. maí 1697 hundruð álnir hundruð
Páll Ámundason yngsti, lögréttumaður Ytri-Sólheimum 30 47 30,4
Séra Högni Ámundason, Eyvindarhólum 26 7,5 26,1
Guðmundur Magnússon hreppstjóri, Leirubakka á Landi 15 15,0
Jón Fabíansson hreppstjóri, Flögu Skaftártungu og var umboðsmaður Tungujarða 12,5 12,5
Ísleifur Einarsson sýslumaður, Felli Suðursveit 8 15 8,1
Magnús Kortsson lögréttumaður, Árbæ í Holtum 7,5 7,5
Samtals 99 69,5 99,6

Hér er skráningin:

Þrír eigendanna voru Skógverjar; bræðurnir Páll og séra Högni og bræðrungur þeirra Magnús Kortsson. Þá voru Guðmundur á Leirubakka og Ísleifur sýslumaður systkinasynir, afkomendur Þorsteins Magnússonar sýslumanns á Þykkvabæjarklaustri.