Orkupakki 3        (Skrifað 1.11.2019)

Tómas Ísleifsson

Haraldur Ólafsson veðurfræðingur, topp maður í “ORKAN OKKAR” vill: Réttsýnan og röskan alþýðumann á Bessastaði

Þjóðhollir Íslendingar, Gunnar Smári sósíalisti og Arnar Þór 14. maí 2024:  Rauða borðið – Um hvað er kosið?

Jón Steinar Gunnlaugsson hrl., fyrrum hæstaréttardómari Um þjóðhollan Íslending: MIÐJAN vefmiðill

Ögmundur um breytingu á EES samningi?  153-4635_ogmundur Ljóst er að Arnar Þór Jónsson forsetaframbjóðandi og Ögmundur Jónasson hafa komist að sömu niðurstöðu um ásókn aukýfinga í auðlindir Íslands

Jón Ólafsson heimskekingur skrifar um kvenhatur Íslendinga

Um sannleika og dómgreind

Steinunn Jóhannesdóttir mærir afrek Katrínar Jakobsdóttur

Tómas Ísleifsson gagnrýnir skrif Steiinunnar

Guðmundur Pálsson læknir skrifar í Morgunblaðið 17. maí 2024:

Af hverju ættum við að kjósa Arnar Þór til forseta?

Arnar Þór mun tryggja þjóðaratkvæði um afdrifarík og umdeild mál og fela þjóðinni sjálfri að ákveða framtíð sína. Það er eflaust það sem þjóðin vill.

Stutta svarið við þessari spurningu er að Arnar Þór mun tryggja þjóðaratkvæði um afdrifarík og umdeild mál og fela þjóðinni sjálfri að ákveða framtíð sína. Það er eflaust það sem þjóðin vill. Allir vilja það nema þeir sem þegar hafa valdið í hendi sér – en það er sem kunnugt er ekki lengur vald sem kemur einvörðungu frá þjóðinni.

Þessi árin eru kreppur og stríð og við þurfum að velja forseta sem skilur hvað er að gerast og kann að bregðast við því. Við þurfum forseta sem elskar þjóð sína, hefur trúnað hennar og hefur hugsað málið fyrir hönd þjóðarinnar.

Sömuleiðis svokölluð bókun 35 sem kveður á um að evrópsk lög skuli vera rétthærri okkar eigin. Hana þarf þjóðin einnig að stöðva. Að öðrum kosti færumst við rakleiðis aftur til Íslands árið 1262, og við munum sífellt ráða minna um líf okkar og framtak. Það verður ákveðið af valdamiklu fólki úti í heimi. Við sjálf, kjósendur, þurfum einnig að viðurkenna að erfitt tímabil geti farið í hönd, það er næsta víst miðað við allt sem hefur gerst á alþjóðavettvangi. Það er ekki sérlega erfitt að sjá hverjar áskoranir okkar eru:

Við erum smáþjóð en margir hafa séð að sterkt erlent vald hefur fengið aukinn áhuga á Íslandi. Það varðar fyrst og fremst auðlindir okkar og tilraunir til að koma á regluverki hérlendis svo eignarhald okkar á þeim skerðist og þau verði undir stjórn markaðarins og þeirra úti í heimi sem stjórna honum. Orkupakkar eru þessir lagabálkar kallaðir. Þá þarf þjóðin að stöðva með þjóðaratkvæði. Við þurfum að gæta menningar okkar og tungu. Bara þjóðin sjálf getur gert það í sameiginlegu átaki. Við þurfum að verða sjálfum okkur næg um fæðuöflun og vera reiðubúin ef það fellur óhrein sprengja í Evrópu eða annars staðar. Og það eru í dag miklar líkur á að það gerist, ekki litlar, jafnvel yfirgnæfandi eins og málin standa.

Þá verður fæðuskortur í Evrópu og víða um heim og gríðarlegir fólksflutningar fara af stað undan geislavirkni – og þá þurfum við sem þjóð að ráða yfir landamærum okkar – því ef aðrir gera það, þá eyðist þjóðin, það er ósköp einfalt. Forsetinn hefur hér úrslitavald – ef honum er ekki sama um þjóðina. Það getur einnig næstu árin verið þrýst á lög sem leyfa líknardráp, nokkuð sem mig varðar sérstaklega sem lækni og þá þarf þjóðin að fá að segja sitt, en veikt Alþingi má ekki ákveða það eitt og sér. Ég treysti því að minnsta kosti ekki til þess.

Heilbrigðismálastofnunin þrýstir á um að hér á landi verði samþykkt lög sem kveða á um alræðisvald WHO ef upp koma farsóttir. Jafnvel meinlitlar farsóttir. Þá verður hér ástand eins og á hernaðartímum og almenningur verður undir lögum og skipunum sem við verðum að hlýða. Það má heldur aldrei verða.

Þegar dollarinn fellur og Bandaríkin komast í hann krappan verður þrýst á rafrænan alþjóðagjaldmiðil undir stjórn seðlabankanna, CBDC, og með honum fylgir alþjóðlegt eftirlitsvald með lífi fólks, neyslu og skoðunum sem engin þjóð þolir. Þess vegna má það heldur aldrei verða að þjóðin játist undir slíkt. Þegar mikið liggur við verður að vera hægt að virkja þjóðaratkvæði um þessi brýnu mál og önnur sem varða framtíð þjóðarinnar. Arnar Þór Jónsson hefur sagt að hann muni eftir bestu samvisku, ef mikið liggur við, setja erfið ágreiningsmál í þjóðaratkvæði. Það mun enginn hinna frambjóðandanna gera heldur mun öll lagasetning sem valdafólkið ætlar okkur að lifa við renna í gegn áreynslulaust.

Kjósum Arnar Þór fyrir land og þjóð.

Baráttan sumarið 2019. Steinunn Ólína og Ögmundur reyna að þjarma að Katrínu:

Um orkupakka 3 árið 2019

Um þjóðhollan Íslending. Tekið af slóðinni: https://www.midjan.is/jon-steinar-maerir-arnar-thor/

Réttsýnan og röskan alþýðumann á Bessastaði

Skoðun 30. apr 2024 Haraldur Ólafsson

Einn er sá frambjóðandi til embættis forseta Íslands sem hefur sýnt í verki að hann mun standa vörð um hagsmuni alþýðu landsins. Hann hefur á ótalmörgum fundum og í greinum í blöðum og á bloggi sínu dregið fram í dagsljósið mál, sem varða alla alþýðu og vert er að staldra við.

Arnar Þór Jónsson hefur margsinnis varað við samkrulli löggjafarvalds og auðvalds, bæði á Íslandi og í alþjóðlegu samhengi. Hann hefur, einn fárra, barist harkalega gegn framsali á valdi í farsóttarmálum til erlendrar stofnunar, ekki síst á þeim forsendum að henni er beint eða óbeint stjórnað af alþjóðlegu auðmagni og lýtur litlu lýðræðislegu aðhaldi.

Arnar Þór Jónsson hefur ítrekað mótmælt stríðsrekstri í útlöndum og sérstaklega stuðningi Íslendinga við þann rekstur sem gengur nú yfir allan þjófabálk. Það fer ekkert á milli mála að Arnar Þór sér að þar er sonum fátækrar alþýðu fórnað í þúsundatali á altari hagsmuna auðmagns.

Arnar Þór Jónsson hefur barist harðar en flestir aðrir gegn tilfærslu á valdi í orkumálum til ókjörinna manna í útlöndum. Hann gerir sér augljóslega grein fyrir því að það er forspil að tónverki þar sem lokastefið er að ein helsta auðlind Íslendinga, raforkan, lendi í vasa vandalausra. Hann er algerlega andsnúinn því í orði og á borði.

Eflaust hafa aðrir frambjóðendur svipaðar skoðanir á málum og Arnar Þór í einhverjum góðum málum. En Arnar Þór hefur þekkingu, þor og kraft til að fylgja þeim eftir. Enginn skyldi svo halda að Arnar Þór geti ekki látið hendur standa fram úr ermum þótt hann fari í sparifötin þegar teknar eru myndir.

Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands

 

Morgunblaðið 17. maí 2024:

Þannig vinna hælbítar fyrir vonskuna:

Jón Magnússon hrl. 19. maí 2024:

Kári Allansson 19. maí 2024, https://www.visir.is/g/20242572596d/er-klassiskt-frjals-lyndi-ordid-ad-jadarskodun