Landskiptalög

Hér eru upplýsingar um:

Gildandi lög um landskipti nr. 46/1941. Landskiptalög á vef Alþingis 

Lög um landskipti eru að ég hygg einstök í vestrænum rétti. – Þau telja upp þrjár prentaðar bækur, sem hver fyrir sig séu gild sönnunargögn um eignahlutfall í eignarrétti landskipta og annað er ekki nefnt.

Ekki fyrirbjóða lögin að aðrar heimildir geti verið gild sönnunargögn í þeim eignarrétti. Hæstiréttur Íslands hefur hins vegar ítrekað túlkað lögin þröngt og í reynd dæmt að önnur sönnunargögn séu ekki leyfileg.

Við lestur á greinargerð og umræðum þingmanna við lagasetninguna er ljóst að þingmenn vildu takmarka leyfileg sönnunargögn. Með því töldu þeir sig hafa vit fyrir bændum/landeigendum og forðað þeim frá deilum um hlutfall. Á þingi voru þá 8 lögfræðingar og einn í viðbót hafði lesið lög við Háskólann.

Það hlálega er að sennilega hafa allir, þeir mætu synir Íslands, sem sátu á þingi vorið 1941 og greiddu ólögunum atkvæði sitt, dáið án vitneskju um að lagasetningin væri afglöp.

Verri er þó hlutur Hæstaréttar, sem ber þá siðferðilegu skyldu að rétta röng lög, sem Alþingi setur. Í stað þess skríður rétturinn í skjólið.

Hér eru slóðir á hin þrjú “leyfilegu sönnunargögn” laganna:

Krækja: Jarðatal Johnsens 1847

Krækja: Ný jarðabók fyrir Ísland 1861

Myndir á vefsíðunni: Fasteignabók 1922                   

Landskipti fjalla um hvernig sameignarlandi er skipt á milli eigenda. Í elstu lögum; Grágás og Jónsbók er verkefninu gerð skil með röklegum og sanngjörnum hætti.

Þegar tæknibyltingin gaddavír barst til Íslands fyrir meira en hundrað árum blasti við þörf á að skipta sameignarlandi jarðatorfa á milli jarða hverrar torfu. Því efni gerði ég nokkur skil með skýrslu til Dómsmálaráðuneytisins árið 2005. Skýrsluna gerði ég að beiðni þáverandi dómsmálaráðherra, Björns Bjarnasonar.

Hér er skýrslan í pdf-skjali: 050209_landskiptalog

Skrifað 19.6. 2018. Meira síðar!