Leiðsögn

Snöggsoðið og ekki alltof langt yfirlit:

  1. HEIM. Á undirsíðum eru nokkrar dæmisögur, sem vekja lögfræðilegar vangaveltur.
  2. BLAÐAGREINAR. Ef þú velur Blaðagreinar getur þú séð allar greinar mínar í Morgunblaðinu um eignarrétt landskipta. Stysta leið til að fá yfirsýn á gagnrýni mína á lagasetningu Alþingis um landskipti. Þá átel ég tómlæti og afglöp Hæstaréttar í eignarrétti landskipta.
  3. YTRI-SÓLHEIMAR. Loftmynd og stuttur texti um landnámsjörðina. DÓMUR í eignarrétti Ytri-Sólheima. UM MÁLSSKJÖL er m.a. tafla með fram lögðum heimildum, sem sýna röksemdir þeirrar dómkröfu, sem Hæstiréttur hafnaði. Á síðunni EFTIR DÓM eru sýnd listilega skrifuð forn skjöl um torfuna. HULDUJÖRÐ SÓLHEIMA. Er um margendurtekin afglöp stjórnvalda við skráningu á jörðum Sólheimatorfu á tuttugustu öld.
  4. LANDSKIPTI OG LÖG. Lög um landskipti og “leyfilegu sönnunargögnin” í eignarrétti landskipta. MATSREGLUR UM JARÐIR. Hér eru birt fyrirmæli yfirvalda vegna skattmatanna 1861 og 1922. FORSENDUR LANDSKIPTALAGA. Hér er stutt greinargerð um “leyfilegu sönnunargögnin” í eignarrétti landskipta. RANNSÓKN Á LAGAGRUNNI er útskýring á rannsókn minni á þeim þremur bókum sem eru “leyfileg sönnunargögn” í eignarrétti landskipta. Rannsóknin felst í því að setja allar torfur landsins, sem skráðar eru bæði að fornu- og nýju mati árið 1861, í tvær töflur og álykta þar eftir. Valið LANDSKIPTABÆKUR eru myndir af 2900 blaðsíðum landskiptagerða Íslands frá 1915 til 2017. Óbirt enn.
  5.  JARÐABÆKUR. Hér eru birtar allar helstu jarðabækur Íslands til ársins 1922, að undanskilinni Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalins 1702-1714. Á síðunni SKÚLI FÓGETI er stutt greinargerð um stórvirki Skúla í jarðaskráningum. Einnig eru þar dregin fram sönnunargögn um brotna stoð Hæstaréttar í dómi um Ytri-Sólheima nr. 610/2007. Hin stoðin lá brotin í málsgögnum við dómsuppkvaðningu. Dómstóllinn misfór með málsskjöl.
  6. ÞJÓÐLENDA. Aðeins eitt þjóðlendumál með mynd af vettvangi. HVÍTMAGA sem dæmt var um í málaflokknum. Einnig nokkrar myndir úr náttúru Íslands. MYNDAGALLERI óvirkt eins og er.
  7. ÉG OG MÍNIR. Hér mun ég setja inn einhverjar upplýsingar um mig og mitt fólk. Bæði texta og myndir. Ég er um margt líkur meðaljóninum: Hef áhuga á ferðalögum, tónlist, sagnfræði, ættfræði og raunvísindum. Skrif: Erlingur Brynjólfsson, Rétthyrndir þríhyrningar, Hæð og fjarlægð, Ferð jarðar um sólu. Minningagreinar. Upptalningin er enn um sinn aðeins fyrirheit. Vonandi endist mér aldur til að fylla í skörðin.
  8. BLOG. Ég lofa engu um virkni mína og skjót viðbrögð hér og mér er tamara að hringja, en skrifa. Mætast að kippa þessu af síðunni. Ég hef hvorki tíma eða áhuga.

Lagfært þann 30.7. 2018.