Eftir dóm 2.10.2008

Hér og á tengdum flipum vefsins eru lögð fram heimildir, sem höfundur vefsins hefur aflað eftir að Hæstaréttardómur var upp kveðinn þ. 2. okt. 2008 í eignarréttarmáli Ytri-Sólheima. Heimildirnar og úrvinnsla þeirra skiptast í tvo parta:

  • Heimildir, sem sýna á hvaða rökleysu lög um landskipt, nr. 46/1941, eru byggð.
  • Heimildir og skrif, sem eru viðbætur við málsgögn Hæstaréttarmálsins um að Sólheimatorfa öll hefur ætíð verið 100 hundruð forn í eignarrétti Ytri-Sólheima.

Töflur um dýrleika á jarðatorfum á Íslandi í skattmötunum 1861 og 1922 svo og að fornu sýna á hve hrapalegum grunni landskiptalögin eru byggð:

Forsendur landskiptalaga

Rannsókn á lagagrunni

Á tuttugustu öld smíðuðu stjórnvöld hvert axarskaftið á fætur öðru í eignarrétti Sólheimatorfu. Leiðarvörður um villurnar eru í skjölum frá árunum: 1902, 1918, 1932, 1940, 1942, 1944, 1955, 1961, 1965, 1970 og 1973. Um ruglið allt skrifaði ég árið 2010 skýrsluna:

Huldujörð Sólheima

Í skýrsluna vantar að vitnað sé í skjalið frá 1902, sem er á blaðsíðum 205-207 í málsgögnum Sólheimamáls.

Bréf frá Þjóðskrá: gudjon_þjóðskrá

Trúverðugar og viðamiklar heimildir eru í handritinu AM 463 fol. um jarðamál á Íslandi um aldamótin 1700. Afrit handritsins um dýrleika Sólheima var lagt fyrir Hæstarétt.

Jarðabækur 1695-1697

Eftirmálar í jarðabókum 1695 og 1697- handritið AM 463 fol. Mynd

Dýrleiki Ytri-Sólheima í handritinu AM 463 fol. Mynd

Hér kemur næst texti jarðabókarinnar 1697 um dýrleika Ytri-Sólheima:

Bændaeign halldin LL H
Páll Ámundason á 30 H 47 al þar í til erfda fallid 5 H eftir hans födur Ámunda Þormódsson A°= 1675. Item hálft þridja hundrad keypt af séra Einari Magnússyni Anno 1684 13 Octobris, 5 H keypti hann af Sigurdi Hákonarsyni Anno 1684 23 Decembris. 9 ½ H 7 ½ al gefid í proventu af Vigfúsi Sigurdssyni Anno 1685 þann 11 Juni, 8 H 40 al keypt af Jóni Eyjolfssyni 1687
Séra Högni Ámundason á 26 H, 5 H þar í að erfd eptir sinn födur Ámunda Þormódsson, Anno 1675, 2 ½ H keypt af séra Einari Magnússyni, Anno 1684 13 Octobris, 5 H af Sigurdi Hákonarsyni, 1684, 23 Decembris, 9 ½ H 7 ½ alin gefid í proventu af Vigfúsi Sigurdssyni, 1685, þann 11 Juni, Item 4 H keypt af erfingjum séra Sigurdar Jónssonar.
Gudmundur Magnússon á 15 H . Jón Fabíánsson á 12 1/2 H keypt af séra Katli Halldórssyni og hans brædrum 1694. Ísleifur Einarsson á 8 H 15 al, 6 H keypt af Sigurdi Hákonarsyni 1684 enn 2 H gaf honum Einar Þorsteinsson 1686 – Magnús Kortsson á 7 ½ H keypt af Magnúsi Þorsteinssyni, Anno 1660.

Meira síðar!