Um mig og mitt fólk

Meira um landskuld og höfund vefsíðunnar
Aðaltilgangur vefsíðunnar er að koma á framfæri efni, sem hverfist um eignadeilur á Ytri-Sólheimum í Mýrdal. Málið er flókið og þó deilan hafi ekki staðið í mannsaldur, þá koma þar við sögu heimildir allt frá þjóðveldisöld. Raunar er deilan við mína gömlu ásælnu – ágjörnu nágranna orðin aukaatriði. Rót deilunnar, vandans, er hjá löggjafanum og dómsvaldinu, ólögin nr. 46/1941 og afglöp Hæstaréttar í málinu nr. 610/2007. Hér eru dregin fram sönnunargögn og rökstuðningur um gerræði ríkisvaldsins.

Nafn lénsins, „landskuld“ er gamalt í íslensku máli. Merkingin er leigufjárhæð, sem leiguliði greiðir landsdrottni. Orðið var mikið notað frá fornu til tuttugustu aldar í allri umfjöllun um fjárreiður jarðeigna.

Hér er fremur fengist við eignarrétt á landi. Þjál nöfn á lénum liggja ekki á lausu og orðið er í þeim skjölum, sem ég grúska í. Þá má útleggja málið svo að ríkisvaldið skuldi mér og mínum leigu fyrir það jarðnæði, sem það hafði af mér með afglöpum.

Ekki er verra þó orðið „landskuld“ kunni að vekja upp þanka um skyldur okkar allra við móður náttúru. Með þeim orðum er ég ekki að leggja til að merking orðsins verði víkkuð.

  1. Blaðagreinar. Stysta leið til að fá yfirsýn um deiluna, lagasetninguna og hæstaréttarmálið. Nýjar og gamlar greinar.
  2. Hæstaréttarmál. Ytri-Sólheimar, Málsskjöl, Landskiptalög, Dómur nr. 610/2007, Jarðabók 1861, fasteignamat 1922 og krækja í Jarðatal Johnsens 1847.
  3. Eftir dóm. Hér eru skjöl fundin eftir dómsuppkvaðninguna 2. okt. 2008. Einnig skrif um málið, t.d. , Töflur byggðar á Jarðabók 1861, Skrif og tafla um dýrleika Ytri-Sólheima, Huldujörð Sólheima, Bréf til og frá Þjóðskrá.
  4. Um mig. Hér mun ég setja inn einhverjar upplýsingar um mig og mitt fólk. Bæði texta og myndir. Ég er um margt líkur meðaljóninum: Hef áhuga á ferðalögum, tónlist, sagnfræði, ættfræði og raunvísindum. Skrif: Erlingur Brynjólfsson, Rétthyrndir þríhyrningar, Hæð og fjarlægð, Ferð jarðar um sólu. Minningagreinar.
  5. Jarðamál. Hér er ætlunin að sýna heimildir og skrif. Flest er enn í vinnslu. Skrif: Eignarréttur Hvítmaga,
  6. Hafa samband. póstur, blog. Ég lofa engu um virkni mína og skjót viðbrögð hér og mér er tamara að hringja, en skrifa.
  7. Krækjur

Gamlar myndir

Erlingur Brynjólfsson (1861-1927), “Læknir af guðs náð“, pdf-skjal: erlingur_brynjolfsson

Myndagalleri