Hér er frumheimildin úr Jarðabók frá árinu 1805.
Hæstiréttur byggir úrskurð sinn á tveim villutilvísunum í Jarðatali Johnsens 1847. Á þeim forsendum segir rétturinn að vafi leiki á að Sólheimatorfa hafi verið skilgreind 100 H forn í eignarrétti.
Í máli þessu háttar svo til að eldri heimildir um dýrleika Ytri-Sólheimajarða samanlagðra sýnast misvísandi, enda var gerð sú athugasemd um þetta efni í áðurnefndu jarðatali frá 1847 að „1806 er jörð þessi (hálf bænda eign og hálf eign kirkjunnar) talin aðeins 100 h., og hjáleigan sér 7 / h.; sýslumaður þar á móti telur alla jörðina 100 h., en í jarðabókunum (enum eldri, 1760) er hún sögð 120 / h.“ Verður því ekki annað séð en að þær forsendur, sem ákvæði 2. gr. landskiptalaga voru reist á samkvæmt framansögðu, eigi meðal annars við óskipt land Ytri-Sólheimajarða.
Hér eru tvær klippur úr málsskjölum. Klippurnar sýna að Ytri-Sólheimar með Hjáleigunni eru 100 H í jarðabókinni 1805. Johnsen vitnar rangt í heimildina og Hæstiréttur notar rangfærsluna til að byggja dóm sinn á. Í Kastljósi 5.12.2017 kom fram að Markús Sigurbjörnsson virðist ekki hafa haft tíma til að lesa málsgögnin vegna annarra verka.
Fleiri tengsl eignarmannanna; Björns, Jóns og Sveins, við Ytri-Sólheima eru þekkt, svo og eru raktir frá þeim afkomendur. Samanlagðir eignarpartar eru 99 H og 120 álnir eða 100 H. Hér sést að torfan var halldinn 100 H í eignarrétti – Eigninni er skipt milli eigenda.