Sólheimar Itre LL H“. Hér eru myndir og texti úr handritinu AM 463 fol. Það eru skýrslur sýslumanna landsins 1695 til 1697. Skráninguna fyrir Skaftafellssýslur gerðu bræðurnir; sýslumennirnir, Ólafur Einarsson og Ísleifur Einarsson, sem voru frá Felli í Mýrdal, skírðir og fermdir í Sólheimakirkju. Næst er eftirmáli þeirra á Leiðvelli í Skaftártungu – að þeirrar tíðar sýn.
Þesse hier ad framann skrifud Jardabők med hólldnum dyrleika landskulldum og Leigukugillda tale, var upplesenn og samannbored. nu a Leydvallar þynge Anno 1695 þan 21 Dag Septembris vid medkenningar skriflegar, í originalz Jardabokinne under þeirra hóndum trulegra og veralldlegra, sem hier ádur tjád Klaustur, kóngs Jarder, Beneficia, kyrkna og Presta upphelldis Jarder með Hospitale og Christfie hallda að frátekinni handskrift klausturhaldarans hálfs Þyckvabæjar Mons Jóns Ejolfssonar þá yfirlýsa sýslumennirnir Ólafur Einarsson og Ísleifur Einarsson sig halldinn dýrleika, landskulld og leigukúgilldi eftir gömlum jarðarbókum Innsett hafa sem og eftir þui er Truverdur sýslumaðurinn Ólafur Einarsson higgur landskulld og leigukúgildi á hér sögðum hálfs ? Þyckvabæjarklausturs jörðum vera, sem virduglegur Mons Jón Eiolfsson helldur til huórs lagfæringar Syslumennerner setia, Þad sem hann sier hier uti, ofskrifad edur vanskrifad
En allann bændaeignarinnar dýrleika, landskulldir og leigukúgilldi sérdeilis það sérhvör í þeirri jörðu á, og hvörninn adur af hvörjum hann hefur þá jörð fengið með synu Dato er sögðum sýslumönnum ómögulegt svo fliótt að fullgiöra, að það innfært og afgreindt verði firir næstkomandi Marteinsmessu. Því þeirrar nockrar bóndaeignar eigendur eru bæði norðanlandz og í austfiörðum. Þo vilia þeir það mögulegt er efter herra Logmansens firerlagninngu í því seirnna brefe, sem hann hier um skrifar vidleitast efterganngast og næstkomande Alþynge afhendast lata, þad þeir framast hier uti afreka og þad í þessa Jardabok Jnnfæra, verði þeim það þá tilsagt, því nöfn jarðanna eru hér áður innkominn. Ad þetta suo sierhuad af Syslumónnunum underlagt En af oss tilnefndum þynngvitnismónnum Jatad seu til merkis vorar Eigenn handskrifter hier under settar. A Leidvallarþyngi í Skaptártungu þan 21 Dag Septembris Anno 1695.
Pall Biarnason meh, Jon Eirijksson eh, Einar Stephansson meh Sigurdur Jonsson meh Thorbergur Thorsteinsson Mp Hune Oddsson meh Jon Þorsteinsson meh
Ad þessi jardabók er af oss undirskrifuðum með soddann Moti uppsett og samantekin hvöria vér sendum til veleðla og velbyrðigs hr Amtmannsins fullmegtugs Mons Jóns Eiolfssonar hvoriu til merkis við skrifum vor nöfn með eiginhöndum og vorum signetum hjá þryktum Á Leyðvelli í Skaptártungu Dag 21 Septemb Anno 1695
Ólafur Einarsson eh Ísleifur Einarsson meh
Um haustið 1695 vannst ekki tími til að fá kópíur af öllum eignaskjölum eignamanna, sem bjuggu í fjarlægum héruðum. Þar má nefna eignarbréf Skógverjans Páls “elsta” Ámundasonar prófasts á Kolfreyjustað. Hann var einn af auðmönnum landsins og átti um 20 jarðarhundruð í Skaftafellssýslum. Eins er líklegt að í eftirmálanum séu sýslumennirnir að vísa til Helgu Jónsdóttur á Hofi á Höfðaströnd, en hún var einn eigandi Dyrhóla.
Þeir sýslumenn töldu að Jarðabókin 1695 fyrir Skaftafellssýslur gerði ekki næga grein fyrir eignarhaldi á allri bændaeign. Þann 19. maí 1697, hálfu öðru ári eftir þingið á Leiðvelli ljúka þeir bræður verkinu fyrir sinn arfakóng. Hér kemur eftirmálinn að Jarðabókinni 1697:
Þessi fyrrskrifud jardabók er enn ad nýju Anno 1697 yfir alla Skaftafells sýslu uppskrifud, ítrekud og endurnýjud, hvad vid höfum látid undir þann sídasta afhendingar tíma bída uppá þad ef feingid hefdum andsvar úr ödrum sýslum um bændeignanna adkomst. hvar á helst hefur stadid jardabokena ad fullgjöra, og enn nú stendur í nokrum stödum þar datum tilvantar.
Eru hér nú innfærdar allar þær jardir med dýrleika, landskulldahæd og kúgilldum, sem í þeirri af oss skrifadri jardabókar uppskrift stódu er velburdugs herra amptmannsins fullmegtugum sendum Anno 1695. Enn þad þar í vantadi og sídan hefur uppspurst edur hjá eignarmönnum feingist þá er þad nú í þessa innfært, hvad og velflest stód í þeirri bændaeignar uppskrift sem framlögd var á næstlidna alþingi. Þar sem sýnist í þessari jardabók færri kúgildi med kirkjustödunum enn af þeirri í fyrra sjá má, þá er þar velmerkjandi nær saman er lesid ad þau kirkjukúgildi eru nú adgreind til undirliggjandi kirkjujarda. Item um þær jardir Raudháls og Steyg sem ei stódu nefndar í þeirri fyrri uppskrift, þá hafa þær ádur í gömlum jardabókum verid med Dyrhólum reiknadar, enn nú eru þær adgreindar og undir kirkju eign Dyrhóla auglýstar. Kunni enn nokkud í þessum jardabókum misskrifad finnast, þá viljum vid þar á leidrétting eiga, sem fyrir hefur valldid einfölld yfirsjón enn ásetningur, ef finnst.
Öllu fyrrskrifudu til merkis eru okkar nöfn hér undirskrifud og venjuleg signet hjá þrikt ad –
Þyckvabæjarklaustre í Álftaveri.
19 Maij, Anno 1697.
Ólaffur Einarson meh Ísleifur Einarsson meh
Eftirmálinn innsiglar í orðsins fyllstu merkingu lögmæta sýn stjórnvaldsins á dýrleika jarða: Að eignarhald, eignabréf og dýrleiki jarðeigna séu órjúfnlega saman bundin. Eignabréfin voru frumskjöl og jarðabækur voru afleidd skjöl. Gaddavír var þá ekki til og landskipti því fátíð. Ef til þeirra kom voru hlutaskipti á óskiptri sameign samkvæmt eignabréfum, en ekki jarðabókum.
Á tuttugustu öld setti löggjafinn lög, sem voru þvert á röklega hugsun og eru því ólögmæt. Slumpsölumöt eru látin ráða við eignaskiptingu.